Segja Grindavík vera best

Knattspyrnuæfingar fyrir grindvíska knattspyrnuiðkendur hófust á Álftanesi í dag en hér eftir geta allir grindvískir knattspyrnuiðkendur komið saman á einn stað til að æfa saman í stað þess að tvístrast hingað og þangað.

Óhætt er að segja að Álftanes hafi iðað af lífi í dag og í þann mund sem 6. og 7. flokkur var að ljúka æfingu voru m.a. komnar stúlkur úr 5. flokki kvenna til að fara á æfingu og mbl.is náði spjalli af þeim. 

Þær sögðust afar glaðar að vera saman komnar að nýju en í síðustu viku fóru þær á æfingar hjá hinum og þessum liðum í Reykjavík og á Suðurnesjum. 

Stúlkur í 5. flokki Grindavíkur hittust á æfingu í dag.
Stúlkur í 5. flokki Grindavíkur hittust á æfingu í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert