Um 40-50 erlend fjölmiðlateymi á landinu

Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.
Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri. Samsett mynd

Um tíu til tólf erlend fjölmiðlateymi sóttu nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í Hafnarfirði í gær. Áætlað er að á bilinu 40-50 fjölmiðlateymi, flest frá Evrópu og Bandaríkjunum, séu á landinu til að fjalla um eldvirknina á Reykjanesskaga.

„Það komu fleiri en við áttum von á. Þeir voru mjög þakklátir fyrir þetta og fengu upplýsingar frá okkur,“ segir Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri í samtali við Morgunblaðið um opnun miðstöðvarinnar.

Fjölmiðlateymi frá bandarísku fréttaveitunum CNN og FOX voru meðal þeirra sem mættu í gær. Fulltrúar frá Íslandsstofu, Ferðamálastofu og utanríkisráðuneytinu tóku á móti þeim.

Opið á meðan þörf er á

Ferðamálastofa sér um rekstur og umsjón miðstöðvarinnar í samvinnu við Íslandsstofu, SafeTravel og almannavarnir. Verður miðstöðin opin á meðan þörf er á.

„Við höldum þessu opnu meðan þörf er á og sjáum svo til,“ segir Arnar Már. Hann bætir við að ef gjósi verði miðstöðin mjög mikilvæg fyrir erlenda fjölmiðlamenn.

Arnar Már segir gríðarlegt álag á almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vera meðal ástæðna fyrir opnun miðstöðvarinnar.

„Þetta léttir á almannavarnadeild. Hér skapast líka vettvangur fyrir almannavarnir til að koma upplýsingum til erlendra fjölmiðla. Það hefur ekki verið auðvelt að svara spurningum þeirra.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert