„Verðum að halda í tungumálið okkar“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Þórunn Anna Árnadóttir …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu, undirrita viljayfirlýsinguna. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Neytendastofa undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni sem miðar að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Þetta kemur fram á vef Stjórnaráðsins en þar segir að almenningur sé hvattur til aðtilkynna allt auglýsingaefni sem er ekki á íslensku til Neytendastofu, sem mun setja þær tilkynningar í forgang.

„Enskan hefur verið að sækja á og við verðum vör við það á hverjum degi þegar við göngum til dæmis um miðbæinn að hún verður sífellt ágengari í okkar daglega lífi. Við erum held ég öll sammála um að við viljum og verðum að halda í tungumálið okkar og þetta er liður í að halda í okkar rætur og menningu,“ segir Lilja Dögg.

Viljayfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert