Vilborg Oddsdóttir hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Guðni Th. Jóhannesson og Vilborg Oddsdóttir ásamt Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, …
Guðni Th. Jóhannesson og Vilborg Oddsdóttir ásamt Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, formanni Barnaheilla og Berglindi Sigmarsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. Ljósmynd/Barnaheill

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hlaut árlega viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag sitt í þágu barna og mannréttinda þeirra. Vilborg hefur um áratuga skeið barist fyrir hagsmunum barna sem búa við fátækt. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti viðurkenninguna í dag, þann 20. nóvember. 

Í tilkynningu frá Barnaheillum kemur fram að rödd Vilborgar sé sterk í samfélaginu þegar það kemur að því að tala fyrir börnum sem búa við fátækt. Barátta hennar fyrir bættum hag þeirra sé henni hjartans mál.

Vilborg kom meðal annars að stofnun Systkinasmiðjunnar á Íslandi. Þar er lögð áhersla á það að viðurkenna og vekja athygli á hlutverkinu sem systkini barna með sérþarfir hafa í fjölskyldum og samfélaginu. Þar er skapaður vettvangur fyrir þau að fá upplýsingar og úrræði sem þau þurfa til að styðja við fjölskyldur sínar og sig sjálf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert