300 komu og fengu gefins mat

Beðið eftir mat fyrir utan húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands.
Beðið eftir mat fyrir utan húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Um 300 manns mættu í gær í matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í Iðufelli í Reykjavík. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður samtakanna segir í samtali við Morgunblaðið að þeim fjölgi sem sæki sér mataraðstoð hjá þeim og að fólk örvænti vegna efnahagsástandsins.

„Það mættu 300 heimili og sem betur fer þá fór fólk heim með allt að 4-5 poka, klyfjað af mat, þannig að það var ánægjulegt. En fjöldinn var gríðarlegur,“ segir hún.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert