Bankastjórar ræða stöðuna í Grindavík

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bankastjórar viðskiptabankanna verða gestir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag vegna jarðhræringanna í Grindavík.

„Það er ljóst að staðan er alvarleg í Grindavík hjá fólki og fyrirtækjum,” segir Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og 1. varaformaður nefndarinnar, sem óskaði eftir nærveru bankastjóranna á fundinum, sem hefst kl. 9.15. 

Hann segist hafa viljað heyra frá stjórnendum bankanna um hvort áætlanir séu uppi um frekari viðbrögð bæði fyrir heimili og fyrirtæki í Grindavík.

„Ég held að um þetta atriði séu allir sammála. Ég held að allir þurfi að koma að þessum málum, ríki, fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir. Þetta er samvinnuverkefni allra,” segir Ágúst Bjarni.

Ágúst Bjarni Garðarsson.
Ágúst Bjarni Garðarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert