Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun sömdu fyrir nokkru við dönsku ráðgjafarstofuna Implement um að hún ynni greiningu á tækifærum til orkusparnaðar í íslensku samfélagi. Implement hefur nú skilað niðurstöðum sínum og er fjölmiðlum boðið á kynningarfund þriðjudag 21. nóvember kl. 13:30 í Háalofti í Hörpu.
Hægt er að fylgjast með fundinum hér fyrir neðan.
Fram kemur í tilkynningu, að markmið verkefnisins hafi verið að:
- Varpa ljósi á umfang tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar.
- Auka vitund um og skilning á orkunýtni.
Þá segir að notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku.
Dagskrá fundarins:
- 13:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, opnar fundinn.
- 13:40 Hvað er orkunýtni? Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga og nýsköpunar hjá Orkustofnun.
- 13:50 Fugl í hendi - verðmætin í minni sóun Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun.
- 14:00 Tækifæri til bættrar raforkunýtni á Íslandi Martin Bo Hansen, meðeigandi Implement og sérfræðingur í orku- og loftslagsmálum, kynnir niðurstöður greiningar á tækifærum til bættrar raforkunýtni á Íslandi.