Gul viðvörun er víða um land vegna hvassviðris og hefur hún þegar tekið gildi á Austfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu.
Sunnan og suðvestan 15-23 metrar á sekúndu verða í dag og rigning. Talsverð úrkoma verður sunnanlands, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig. Vestlægari eftir hádegi með skúrum eða éljum og kólnandi veðri, en léttir til á Austurlandi. Hiti verður á bilinu 1 til 7 stig undir kvöld.
Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él verða á morgun, hvassast syðst, en bjartviðri austanlands. Hægara verður með kvöldinu og snýst í norðan 8-13 norðan til. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig.