Segir alla þurfa að sýna ábyrgð

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra. mbl.is/Óttar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra segir mikilvægast af öllu að allt samfélagið sýni ábyrgð og gangi í takt.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, lét hafa eftir sér í viðtali við Morgunblaðið að hann vilji 2,5% þak á allar hækkanir á næsta ári.

Vilhjálmur telur skynsamlegt að gera þá kröfu að allir, ríki og sveitarfélög, verslun og þjónusta og tryggingarfélög, skuldbindi sig til að hækka ekki gjaldskrár eða almennt verð um meira en 2,5% á næsta ári.

Brýnt að koma verðbólgu og vöxtum niður

„Þetta er sameiginlegt verkefni þar sem við öll, í hvaða hlutverki sem við gegnum í þessu samfélagi, þurfum að sýna ábyrgð og ganga í takt. Gjaldskrárhækkanir eru sannarlega hluti af því,“ sagði Þórdís Kolbrún í samtali við mbl.is.

„Ég held og vil trúa því að við sjáum það fleiri og fleiri hvaða tímar blasa við okkur og ég skynja því að fólk tekur því alvarlega að við þurfum að ganga í takt og sýna ábyrgð. Það á við um okkur öll. Núna er mjög brýnt að við komum bæði verðbólgunni og vöxtunum niður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert