Þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar

Erlendu sérfræðingarnir telja sig þurfa lengri tíma til að meta …
Erlendu sérfræðingarnir telja sig þurfa lengri tíma til að meta ástand og mögulegar viðgerðir á neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja. mbl.is/Árni Sæberg

Erlendir sérfræðingar sem vinna að því að leita lausna við því tjóni sem orðið hefur á neysluvatnslögninni til Vestmannaeyja telja sig þurfa fleiri daga til að meta ástand leiðslunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu almannavarnanefndar Vestmannaeyja, en síðdegis í dag fundaði nefndin með forsvarsmönnum HS veitna þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns sem átti sér stað á neysluvatnslögninni til Eyja. 

Í tilkynningunni segir að erlendu sérfræðingarnir telji sig þurfa lengri tíma til þess að meta bæði ástand leiðslunnar og þá möguleika sem fyrir liggi þegar komi að viðgerð hennar.

Að því loknu verði gefin út formleg yfirlýsing um stöðu lagnarinnar og hvað næstu skref feli í sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert