Um eitt hundrað jarðskjálftar hafa mælst í grennd við kvikuganginn á Reykjanesskaga frá miðnætti.
Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir fjöldann minni en verið hefur. Það sé þó viðbúið vegna þess að hvasst er úti og mælar Veðurstofunnar nema minnstu skjálftana ekki eins vel.
Allir skjálftarnir sem um ræðir hafa verið smáskjálftar, undir einum að stærð.
Salóme Jórunn segir erfitt að meta hvort það sé að draga úr skjálftavirkni fyrr en það lægir.
Enginn gosórósi er á svæðinu.