Unnið að glerjun

Turninn í Kópavogi er 78 metrar að hæð.
Turninn í Kópavogi er 78 metrar að hæð. mbl.is/Árni Sæberg

Miklar breytingar standa nú yfir í Turninum, hæstu byggingu landsins, við Smáratorg í Kópavogi. Greint var frá því í fréttum nýverið að rakaskemmdir og mygla hefðu fundist við gluggaskipti og að í kjölfarið hefðu fyrirtæki sagt upp leigusamningi þar.

Kári Tryggvason, rekstrarstjóri húsumhyggju hjá Eik fasteignafélagi, segir stöðu framkvæmda góða og að þær séu allar á áætlun.

„Við höfum verið að vinna að glerjun aðallega á austurhlið Turnsins en færum okkur á suðurhlið í sama verk. Þeim hluta er áætlað að ljúka sumarið 2025,“ segir hann.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert