Vill 2,5% þak á allar hækkanir

Kjarasamningar verða lausir eftir rúmlega tvo mánuði.
Kjarasamningar verða lausir eftir rúmlega tvo mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkalýðshreyfingin hefur komið þeim skilaboðum skýrt á framfæri við Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld að hún sé reiðubúin að gera langtímasamning við endurnýjun kjarasamninga ef full samstaða næst um þátttöku allra í víðtækum aðgerðum, þar sem tekið verði á gríðarlegum kostnaðarhækkunum á öllum sviðum. Enginn megi skerast úr leik.

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Telur hann skynsamlegt að gera þá kröfu að allir, ríki og sveitarfélög, verslun og þjónusta og tryggingafélög, skuldbindi sig til að hækka ekki gjaldskrár eða almennt verð um meira en 2,5% á næsta ári.

Vilhjálmur segir mestu skipta að tekið verði á fjármálakerfinu, m.a. til að ná niður vöxtunum, og hann gagnrýnir fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga á næsta ári. „Ef við rýnum í fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna, þá er alveg ljóst að þar ætla menn ekkert að vera með. Þar eru gjaldskrárhækkanir á bilinu frá 5,5% og alveg upp í 20% hækkanir á einstökum liðum eins og skólamáltíðum,“ segir hann.

„Samstaðan byggist á því að stjórnvöld, sveitarfélög, verslun og þjónusta og Samtök atvinnulífsins verði tilbúin til að koma um borð í þennan bát en ekki með þeim hætti að launafólki verði ýtt frá bryggju, opnað fyrir botnlokann og launafólkið látið sökkva niður.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert