Áhugasamur um áfengislausan bjór

Sveinn Waage á Sæta svíninu .
Sveinn Waage á Sæta svíninu .

Sveinn Waage hefur kynnt bjór og bjór- og matarpörun frá 2009 og segir að áhuginn á kynningu og námskeiðum sé mikill. „Við vorum með tvö námskeið á Sæta svíninu í haust og stefnan er að halda áfram eftir þorrann á næsta ári,“ segir hann. „Fólk hefur áhuga á bjór og bjórmenningin er allt önnur en hún var.“

Ölgerðin bauð upp á Bjórskólann í áratug frá 2009 og var Sveinn, sem var vörumerkjastjóri hjá fyrirtækinu, einn kennaranna, en auk hans kenndu Höskuldur Sæmundsson og Stefán Pálsson lengst við skólann. Sveinn byrjaði með námskeið um bjór- og matarpörun á veitingastaðnum Sæta svíninu í Reykjavík fyrir um fimm árum og hann og Stefán hafa auk þess tekið vel óskum um að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og kynna leyndardóma bjórsins. „Við höfum verið með jólabjórahugvekju og jólabjórasmakk í mörg ár.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka