Bíða eftir gögnum sérfræðinga

Kona var handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengsl­um við …
Kona var handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengsl­um við rann­sókn lög­regl­unn­ar á and­láti karl­manns á sex­tugs­aldri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan bíður enn eftir gögnum sérfræðinga, þar á meðal lífsýnum og endanlegri krufningarskýrslu, vegna rannsóknar á andláti karlmanns á sextugsaldri í íbúð fjölbýlishúss í Bátavogi í Reykjavík.

„Það er ennþá verið að vinna í þessum gögnum,” segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir rannsókn málsins miða mjög vel áfram.

Gæsluvarðhald yfir konu um fertugt sem er grunuð um að hafa orðið manninum að bana var í síðustu viku framlengt um tvær vikur, eða til 7. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert