Farið verður af neyðarstigi og niður á hættustig við Grindavík frá og með klukkan 11 fyrir hádegi á morgun.
Fram kemur í tilkynningu að ríkislögreglustjóri hafi ákveðið þetta í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Segir þar ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar nýrra upplýsinga frá Veðurstofu Íslands. Líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur hafi farið minnkandi með hverjum degi og að þær séu í dag taldar litlar.
Tekið er fram, eins og mbl.is hefur fjallað um, að land rísi enn í Svartsengi og að kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Fyrirboða um slíka atburðarás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS-mælum.
Áfram séu taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegast milli Hagafells og Sýlingarfells.
„Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum.“
Einnig er tekið fram að öðrum sé óheimil för inn í bæinn.
„Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings.“
Eftirfarandi reglur eru látnar fylgja: