Fara af neyðarstigi: Íbúar fá rýmri heimildir

Horft yfir Grindavík í síðustu viku.
Horft yfir Grindavík í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farið verður af neyðarstigi og niður á hættu­stig við Grinda­vík frá og með klukk­an 11 fyr­ir há­degi á morg­un.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að rík­is­lög­reglu­stjóri hafi ákveðið þetta í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um.

Seg­ir þar ákvörðunin hafi verið tek­in í kjöl­far nýrra upp­lýs­inga frá Veður­stofu Íslands. Lík­ur á skyndi­legri gosopn­un inn­an bæj­ar­marka Grinda­vík­ur hafi farið minnk­andi með hverj­um degi og að þær séu í dag tald­ar litl­ar.

Fyr­ir­boða verði hægt að greina

Tekið er fram, eins og mbl.is hef­ur fjallað um, að land rísi enn í Svartsengi og að kvika þar gæti flætt á ný und­ir í kviku­gang­inn und­ir Grinda­vík. Fyr­ir­boða um slíka at­b­urðarás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS-mæl­um.

Áfram séu tald­ar lík­ur á eld­gosi á svæðinu yfir kviku­gang­in­um, lík­leg­ast milli Haga­fells og Sýl­ing­ar­fells.

„Al­manna­varn­ir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björg­un­ar­sveit­ir verða í viðbragðsstöðu víða um bæ­inn. Með hliðsjón af þessu hef­ur verið tek­in ákvörðun um rýmri heim­ild­ir íbúa Grinda­vík­ur til að huga að eig­um sín­um.“

Nýj­ar regl­ur frá yf­ir­völd­um

Einnig er tekið fram að öðrum sé óheim­il för inn í bæ­inn.

„Þetta eru rýmri heim­ild­ir til íbúa Grinda­vík­ur, ekki al­menn­ings.“

Eft­ir­far­andi regl­ur eru látn­ar fylgja:

  • Íbúum verður heim­ilt að fara inn í Grinda­vík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eig­um sín­um. Á meðan ekk­ert breyt­ist til verri veg­ar verður Grinda­vík­ur­bær op­inn íbú­um frá klukk­an 9 að morgni, til klukk­an 16.00. Þá er bær­inn rýmd­ur. Fimmtu­dag­inn 23. nóv­em­ber opn­ar bær­inn ekki fyrr en klukk­an 11.00 sbr. þegar hættu­stig tek­ur gildi.
  • Áfram er farið fram á að íbú­ar Grinda­vík­ur skrái sig á is­land.is og fái þar heim­ild til þess að fara inn. Hún mun ber­ast án taf­ar.
  • Grinda­vík er lokuð fyr­ir óviðkom­andi um­ferð.
  • Fjöl­miðlum er heim­ilaður aðgang­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert