Útfærsla á fasteignagjöldum næsta árs vegna húsnæðis í Grindavík er til skoðunar. Verður ákvörðun kynnt bæjarbúum í janúar.
Þetta kemur fram á vef bæjarfélagsins en þar segir jafnframt að margar fyrirspurnir hafi borist.
Lagaskylda hvílir á sveitarfélaginu um að leggja árlega fasteignaskatt. Þurfa fasteignaeigendur að greiða síðasta gjalddaga þessa árs, þ.e. gjalddaga 1. nóvember 2023 sem er síðasta greiðsla í greiðsludreifingu fasteignagjalda fyrir árið 2023.
Eins og áður kom fram er til skoðunar hvernig fyrirkomulaginu verði háttað á næsta ári.
Hvað varðar önnur fasteignagjöld þá er það í skoðun hvort skuli leggja þau á og þá hversu há fjárhæð það ætti að vera ef þá einhver.
Þessi gjöld eru: