Félag almennra lækna kallar eftir vopnahléi

Stjórnin Félags almennra lækna skorar á íslensk stjórnvöld að gera …
Stjórnin Félags almennra lækna skorar á íslensk stjórnvöld að gera hvað þau geti til að af vopnahléi geti orðið. Samsett mynd/Colourbox/AFP

Félag almennra lækna tekur undir ákall hundruða íslenskra lækna og yfirlýsingu alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um alvarlegar áhyggjur á ástandinu á Gasasvæðinu og kallar eftir tafarlausu vopnahléi.

Stjórn félagsins hefur sent frá sér ályktun þess efnis.

Skorar á íslensk stjórnvöld

Stjórnin skorar jafnframt á íslensk stjórnvöld að gera hvað þau geti til að af vopnahléi geti orðið.

Segir í ályktun stjórnarinnar að frá því að ákallið var sent út hafi Ísrael gert árás á Al-Shifa, stærsta spítalann á Gasasvæðinu, og breytt honum í fjöldagrafreit þar sem sjúklingar, þar á meðal nýburar, hafa dáið vegna árása og skorts á vatni, rafmagni og súrefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert