„Flókin og umfangsmikil rannsókn“

Árásin var gerð við Silfratjörn í Úlfarsárdal.
Árásin var gerð við Silfratjörn í Úlfarsárdal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á lengra gæsluvarðhald yfir fimm ungum mönnum í tengslum við skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal í upphafi mánaðarins.

Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ákvörðunin verði tekin síðar í dag.

Fimmmenningarnir voru í síðustu viku úrskurðaðir í fimm daga varðhald og rennur það út í dag. 

Eiríkur segir rannsókn málsins miða ágætlega og margar skýrslur verið teknar af fólki.

„Þetta er flókin og umfangsmikil rannsókn,” segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert