Gul viðvörun á morgun

Vindaspá fyrir klukkan 15 á morgun.
Vindaspá fyrir klukkan 15 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði.

Viðvörunin tekur að óbreyttu gildi á hádegi og nær fram að miðnætti.

Spáð er norðvestan 18-25 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll. Er fólk hvatt til að huga að lausamunum til að koma í veg fyrir foktjón.

Gul viðvörun í dag

Gul viðvörun tekur gildi á Suðurlandi í dag klukkan 13 vegna vestan storms.

Má búast við snörpum vindhviðum og er fólk hvatt til að sýna aðgát.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert