Hefðbundið skaup með smá tvisti

Tökur á áramótaskaupinu eru hafnar.
Tökur á áramótaskaupinu eru hafnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Við munum ekki særa neinn, við pössum það,“ segir Fannar Sveinsson, annar leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Tökur hófust á Skaupinu í gær og segir Fannar að þéttur hópur standi að gerð þess.

Á myndinni er Fannar fyrir miðju með leikurunum Hilmari Guðjónssyni og Kristínu Þóru Haraldsdóttur í heimahúsi í Fossvoginum.

Sjö manna hópur hefur tekið þátt í að semja þennan vinsæla dagskrárlið að undanförnu. Benedikt Valsson skrifar og leikstýrir með Fannari en aðrir höfundar eru Þorsteinn Guðmundsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir.

Fannar segir að tökur muni standa yfir eitthvað fram í desember og stefnan sé að ná inn öllum helstu viðburðum ársins. „Skaupið er alltaf hefðbundið; skets, skets, skets og svo lokalag. Við breytum engu þar en munum þó setja smá tvist á Skaupið í ár.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert