Ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl af vettvangi

Ökumaður bifreiðar var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi þegar hún valt norðan við Baulu í morg­un. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.

Ökumaðurinn reyndi að aka fram úr vöruflutningabifreið en missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór útaf veginum og valt.

Þetta staðfestir Kristján Ingi Hjörvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi, við mbl.is.

Reyndi að aka fram úr vöruflutningabifreið

Gera má ráð fyrir að veður og eða færð hafi eitthvað haft með slysið að gera en krap eða slabb var á veginum og einhver hálka af þeim sökum að sögn Kristjáns.

Annar bíll valt í morgun 

Kristján segir annan bíl hafa oltið fyrr í morgun á Borgarfjaðrarbraut við Kleppjárnsreyki en þar hafi ökumaður misst stjórn á bifreiðinni í krapi og hálku.

Engin slys urðu á fólki en bifreiðin hafnaði utan vegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert