Rauða serían logar ekki lengur

Kári og Rósa.
Kári og Rósa. mbl.is/Árni Sæberg

Síðustu bókapakkar Rauðu seríunnar, sem Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir hefur gefið út mánaðarlega síðan 1985, eru að fara í dreifingu. „Nú er þessum kafla lokið,“ segir hún.

Hjónin Kári Þórðarson og Rósa stofnuðu Prentsmiðjuna Ásprent á Akureyri 1979, byrjuðu tvö og voru með 48 manns í vinnu þegar þau seldu fyrirtækið 2003. Þau héldu bókaútgáfunni og fluttu suður 2004, þar sem þau hafa haldið áfram að gefa út Rauðu seríuna.

Útgáfan varð að veruleika vegna verkefnaskorts í prentsmiðjunni.

„„Nú skulum við fara að gefa út kiljur,“ sagði ég við Kára einn daginn. Hann, jákvæður sem fyrr, svaraði að bragði: „Já, þá gerum við það bara.““

Hún hafi gert samning við bandarísku bókaútgáfuna Harlequin Intrigue, byrjað á einum titli og síðan bætt við, þar til hún hafi verið komin með sex bókaflokka.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert