Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað tvo menn í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í byrjun mánaðarins.
Ekki var krafist áframhaldandi varðhalds yfir hinum þremur sem hafa þurft að sitja í haldi lögreglu vegna árásarinnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir munu sæta varðhald til miðvikudagsins 6. desember en þeir hafa setið setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 3. nóvember.
Í upphafi voru fimm látnir sæta gæsluvarðhald í varðhald en þrír þeirra eru nú lausir úr haldi lögreglu þar sem ekki var krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir þeim.
Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.