Þrír lausir úr gæsluvarðhaldi í skotárásarmáli

Þremur hefur verið sleppt úr varðhaldi.
Þremur hefur verið sleppt úr varðhaldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað tvo menn í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í byrjun mánaðarins.

Ekki var krafist áframhaldandi varðhalds yfir hinum þremur sem hafa þurft að sitja í haldi lögreglu vegna árásarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir munu sæta varðhald til miðvikudagsins 6. desember en þeir hafa setið setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 3. nóvember.

Fimm í varðhaldi í fyrstu

Í upphafi voru fimm látnir sæta gæsluvarðhald í varðhald en þrír þeirra eru nú lausir úr haldi lögreglu þar sem ekki var krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir þeim.

Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert