Tveir íslendingar fengu þriðja vinning í Vikinglotto og fær hvor um sig 876.290 krónur. Tveir heppnir miðaeigendur voru einnig með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jókernum og fá þeir 2 milljónir hvor í vinning.
Fyrsti vinningur í Vikinglotto gekk ekki út að þessu sinni, en heppinn miðeigandi í Finnlandi var einn með annan vinning og fær hann rúmar 253 milljónir króna.
Báðir sigurmiðarnir í Jókernum voru keyptir á lotto.is. Þá voru fimm manns með annan vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, N1, Hringbraut 12 í Reykjavík, lotto.is og tveir eru í áskrift.