Almannavarnir ríkislögreglustjóra halda upplýsingafund klukkan 11 í dag í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun á fundinum fara yfir stöðuna við Grindavík ásamt Elfu Tryggvadóttur frá Rauða krossinum sem mun tala um líðan á óvissutímum og sálfélagslegan stuðning í þjónustumiðstöðinni.
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, stýrir fundinum.