Höskuldur Daði Magnússon
„Söfnunin hefur farið ótrúlega vel af stað, eiginlega vonum framar,“ segir Oddur Freyr Þorsteinsson, kynningar‑ og fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins. Um átta milljónir króna hafa nú safnast í söfnun til að styðja við neyðarvarnir Rauða krossins vegna jarðhræringa við Grindavík. Margar leiðir eru til að taka þátt í söfnuninni og hægt er að kynna sér þær á heimasíðu Rauða krossins.
„Við þetta bætist svo fé úr símasöfnun, svo við vitum ekki heildarupphæðina fyrr en við fáum uppgjör frá símafyrirtækjum síðar meir,“ segir Oddur sem bætir því við að peningarnir nýtist meðal annars í fjöldahjálparstöðvar og önnur neyðarúrræði.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.