Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni eins eiganda húsnæðisins við Hringbraut 121 (betur þekkt sem JL-húsið) við því að aðrir eigendur hússins starfræki eða feli öðrum að starfrækja gistiaðstöðu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem og fasta búsetu.
Málið á rætur sínar að rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur tekið hluta hússins á leigu til að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd. Reykjavíkurborg leigir húsnæðið af Ríkiseignum (Framkvæmdasýslu ríkisins) sem leigir húsnæðið af Eykt ehf.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið deilt um notkun hússins á undanförnum misserum. Nokkur fyrirtæki hafa hætt starfsemi í húsinu á liðnum mánuðum og óvissa ríkir um það hvernig húsið verður nýtt til lengri tíma. Á 1. hæð hússins hefur farið fram atvinnustarfsemi, á meðan 2. hæð hýsir starfsemi Myndlistaskólans í Reykjavík og 3. hæðin skrifstofur. Þá hefur verið starfrækt gistiþjónusta (e. hostel) á 4. og 5. hæð hússins.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.