Gæti gerst í dag eða á morgun

Sigurður Ingi Jóhannsson á Alþingi.
Sigurður Ingi Jóhannsson á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er að því í dag eða á morgun að ljúka vinnu við að tryggja húsnæði til langs tíma fyrir þá Grindvíkinga sem eru í húsnæðisvanda vegna jarðhræringanna í Grindavík.

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í svari við fyrirspurn Þórhildar Sunna Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á Alþingi.

Hann sagði fyrsta fasa verkefnisins hafa snúist um að tryggja fólki húsnæði til skamms tíma. Þar hefði þjónustumiðstöðin í Tollhúsinu unnið gott starf. Fasti tvö snerist um að tryggja húsnæði til langs tíma. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Árni Sæberg

Þórhildur Sunna spurði hvort það kæmi til greina að stjórnvöld leigðu hótel fyrir Grindvíkinga þangað til langtímalausn finnst, líkt og gert var fyrir almenning þegar kórónuveiran geisaði.

Sigurður Ingi svaraði því ekki beint en sagði að allt sem hún nefndi hefði verið til skoðunar og bætti við að verkefni starfshóps varðandi húsnæðismálin væri ekki lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert