Óvenju mikill munur á vindhraða milli landshluta

Víðáttumikil lægð er norðaustur af landinu.
Víðáttumikil lægð er norðaustur af landinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Óvenju mikill munur verður á vindhraða milli landshluta í dag.

Víðáttumikil lægð er norðaustur af landinu og er búið að gefa út gula viðvörun fyrir Austfirði þar sem búast má við norðvestan 18-25 m/s og snörpum vindhviðum við fjöll, slær jafnvel í storm í þeim landshluta. Í nótt lægir svo vindinn austanlands

Fyrir vestan land er hæðarhryggur og þokast hann nær. Það þýðir að á vesturhelmingi landsins verður hægur vindur í dag.

Þá má búast við því að sums staðar á Norður- og Austurlandi verði vart við lítilsháttar él, en annars staðar á landinu á að létta til.

Kaldur loftmassi hefur færst yfir landið og því má búast við frosti í dag, allt að 8 stig í innsveitum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert