Óvirk ljós og miklar tafir

Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi. mbl.is/María Matthíasdóttir

Umferðarljósin á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar eru óvirk. 

Hefur mikið öngþveiti skapast á svæðinu og talsverðar umferðartafir.

Sjá má á mynd af vettvangi að lögreglubíl hafi verið komið fyrir í afleggjaranum upp á mislægu gatnamótin til að beina bílaumferð annað.

Lögregla staðfestir í samtali við mbl.is að umferðarljós hafi dottið út á svæðinu. Ættu þau að vera komin í lag fljótlega. Tafirnar séu ekki vegna slyss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert