Seldi fíkniefni við leikskóla

Lögreglu barst tilkynning um fíkniefnasölu við leikskóla í Hafnarfirði í …
Lögreglu barst tilkynning um fíkniefnasölu við leikskóla í Hafnarfirði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um sölu fíkniefna í grennd við leikskóla í Hafnarfirði í dag. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að þar að auki hafi lögregla fylgt eftir tveimur öðrum tilkynningum í Hafnarfirði.

Annars vegar hafi borist tilkynning um innbrot í nýbyggingu og hins vegar hafi lögregla verið kölluð til í þeim tilgangi að hafa afskipti af einstaklingi sem betlaði fyrir utan verslun innan hverfisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert