Strætisvagn valt á hliðina í Hrútafirði

Akstursskilyrði voru erfið.
Akstursskilyrði voru erfið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engan sakaði þegar Strætisvagn valt út af Norðurlandsvegi í gærkvöldi og lenti á hlið. Umferðaróhappið varð í Hrútafirði, skammt frá Staðarskála.

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, staðfestir þetta í samtali við mbl.is en Vísir greindi fyrst frá málinu.

Að sögn Birgis var einn farþegi um borð auk ökumanns. Sluppu þeir báðir óhultir.

Voru akstursskilyrði á svæðinu erfið en mikil hálka var á veginum og éljagangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert