Björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Akraness hafa haldið úti beinni útsendingu yfir Grindavík fyrir aðgerðastjórn í gegnum dróna yfir bænum á vöktum í 11 daga.
Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is hittu þá Sigurjón Einarsson, Björn Óskar Andrésson og Daníel Þór, þar sem þeir voru við störf í bænum í dag.
Þeir félagar eru búnir að vera mis lengi á vaktinni. Sá sem staðið hefur vaktina lengst er á sjötta degi en sá sem verið hefur styst er á sínum fyrsta.
Þeir segja um 100 manns vera að störfum í aðgerðarstjórn í Grindavík en ekki hafa svo margir verið við störf þar í að verða tvær vikur.