„Það er sameining í kortunum“

Fannar tók á móti gestum Reyjavíkurborgar á skrifstofu Grindavíkubæjar, í …
Fannar tók á móti gestum Reyjavíkurborgar á skrifstofu Grindavíkubæjar, í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Klara Ósk

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Arna Dögg Ein­ars­dótt­ir, eig­in­kona hans, tóku á móti for­seta­hjón­un­um Guðna Th. Jó­hann­es­syni og El­izu Reid í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í morg­un. Þar sem byggt hef­ur verið þétt til að koma upp aðstöðu fyr­ir starfs­fólk Grinda­vík­ur­bæj­ar. 

Guðni og El­iza verja deg­in­um í op­in­berri heim­sókn í Reykja­vík í dag. Þar munu þau kynna sér starf­semi borg­ar­inn­ar, þróun henn­ar og breytta sam­fé­lags­gerð.

Skólahljómsveit Miðbæjar og Vesturbæjar lék fagra tóna fyrir forsetahjónin í …
Skóla­hljóm­sveit Miðbæj­ar og Vest­ur­bæj­ar lék fagra tóna fyr­ir for­seta­hjón­in í byrj­un dags. mbl.is/​Klara Ósk

Dag­ur­inn byrjaði á fögr­um tón­um skóla­hljóm­sveit­ar Miðbæj­ar og Vest­ur­bæj­ar, því næst var farið á skrif­stofu Dags B. Eggerts­sona borg­ar­stjóra áður en Guðni og El­iza heilsuðu upp á starfs­fólk Grinda­vík­ur­bæj­ar, sem hef­ur aðstöðu í Ráðhús­inu um þess­ar mund­ir.  

Búið að þétta byggð í ráðhús­inu

Dag­ur lýsti því fyr­ir for­seta­hjón­un­um að búið væri að þétta byggð í Ráðhús­inu og að það hefði verið gert á ein­ung­is tólf klukku­stund­um. Var það gert til að koma upp aðstöðu fyr­ir starfs­fólk Grinda­vík­ur­bæj­ar. 

Þá sló Guðni á létta strengi og sagði: „Það er sam­ein­ing í kort­un­um.“  

Fann­ar Jón­as­son, bæj­ar­stjóri Grinda­vík­ur­bæj­ar, svaraði því þá til að Grind­vík­ing­ar hefði ekki endi­lega alltaf tekið alltof vel í sam­ein­ing­ar, það hefði ávalt verið sett til hliðar. 

Því til stuðnings minnt­ist hann á orð bæja­stjóra í stór­um bæ á Suður­nesj­um sem sagði eitt sinn að all­ar þess­ar sam­ein­ing­ar myndu enda með því að sveit­ar­fé­lög­in yrðu ein­ung­is tvö á land­inu, Grinda­vík og svo öll hin, við það upp­skar Fann­ar mik­inn hlát­ur. 

Fann­ar lagði það þó að end­ingu til að Grinda­vík­ur­bær og Reykja­vík­ur­borg myndu stofna til vina­bæj­ar, enda ætti Grinda­vík­ur­bær ein­ung­is slík vin­sam­bönd við bæi er­lend­is. 

Loks var boðið til morgunmatar í sal borgarstjórnar Reykjavíkur.
Loks var boðið til morg­un­mat­ar í sal borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur. mbl.is/​Klara Ósk
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert