Bjarga pottablómunum frá Grindavík

Pottablómunum hefur verið bjargað úr Grindavíkurbæ.
Pottablómunum hefur verið bjargað úr Grindavíkurbæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við ætlum að snúa aftur,“ sagði Halla Þórðardóttir er hún var að klára að fylla tvær bifreiðar af pottaplöntum við heimili sitt í Grindavík um hádegi í gær.

Fjölskyldan komst inn fyrr í vikunni til að bjarga öðrum helstu verðmætum en í gær var komið að plöntunum. Þar á meðal voru afleggjarar af um 75 ára gömlum kaktus og stærðarinnar pálmi sem var bara agnarsmár þegar Halla flutti inn í húsið á sínum tíma.

Halla og fjölskylda björguðu afleggjara af 75 ára kaktus, monsteru …
Halla og fjölskylda björguðu afleggjara af 75 ára kaktus, monsteru og stærðarinnar pálma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

„Það eru svo miklar tilfinningar í blómunum, afleggjarar frá ömmu og langömmu og svoleiðis,“ segir Halla. Fjölskyldan er komin með húsnæði til skamms tíma í Reykjavík.

Fjöldi Grindvíkinga fór inn í bæinn í gær til að bjarga verðmætum, það var þó mismikið sem fólk sótti. Flestir voru aðeins að sækja restina af því nauðsynlegasta og fæstir með stóra bíla til að sækja heilu búslóðirnar.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert