Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík segist hafa tekið fyrsta skrefið í áttina heim í morgun, þegar nýtt skilti var sett á björgunarsveitarhúsið.
Tvær vikur eru liðnar frá því að Grindavík var rýmd en nú hafa bæjarbúar fengið rýmri heimildir til þess að sækja verðmæti heim til sín. Björgunarsveitin Þorbjörn birti færlsu á Facebook þar sem hún sagðist fagna þeim breytingum og sagði að með hverjum deginum sem líður styttist í að Grindvíkingar kæmust loksins heim að nýju.
„Í gær var fyrsti dagurinn í nýju skipulagi en það var jafnfram[t] fyrsti dagurinn þar sem bærinn okkar leit út eins og áður, líflegur og fullur af fólki,“ segir í færslu Þorbjarnar.
„Við hlökkum til að koma aftur heim.“