Boða til blaðamannafundar um húsnæðisstuðning

Gatnakerfið og mörg hús eru illa farin í Grindavík.
Gatnakerfið og mörg hús eru illa farin í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar vegna húsnæðisstuðnings við Grindvíkinga.

Fundurinn er haldinn í Ráðherrabústaðnum og hefst klukkan 11.30.

Á fundinum munu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra ræða um húsnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur.

Þá munu Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, taka þátt í fundinum.

Fundurinn hefst klukkan 11.30 í Ráðherrabústaðnum.
Fundurinn hefst klukkan 11.30 í Ráðherrabústaðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert