Fjögurra barna móðir vann 35 milljónir

Móðirinn reyndist mjög heppin, en þó ekki trúgjörn.
Móðirinn reyndist mjög heppin, en þó ekki trúgjörn.

Fjögurra barna móðir var handviss um að einhver væri að grínast í henni þegar fulltrúi frá Íslenskri getspá hafði samband við hana og sagði hana haf unnið rúmlega 35 milljónir. 

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að móðirin hafi flett upp númerinu sem hringt var úr til að kanna hver stæði að baki þessu, en þá fékk hún staðfestingu á því að númerið var rétt og þá leyfði hún sér að fagna. 

Móðirin er skiljanlega himinlifandi yfir vinningnum og segist ætla að þiggja ókeypis fjármálaráðgjöf ásamt eiginmanni sínum, en nú sjá þau fyrir sér að geta greitt niður skuldir og jafnvel keypt heppilegra húsnæði fyrir fjölskylduna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert