Blaðamannafundur um húsnæðisstuðning við Grindvíkinga verður haldinn í Ráðherrabústaðnum klukkan 11.30.
Á fundinum munu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ræða um húsnæðisstuðning við íbúa Grindavíkur.
Þá munu Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, taka þátt í fundinum.
Beinu streymi er lokið.