Gagnrýna „verulegt opinbert inngrip“

Í umsögn til Alþingis er minnt á orkusamning félagsins og …
Í umsögn til Alþingis er minnt á orkusamning félagsins og Landsvirkjunar og að ekki verði séð að ríkisvaldinu sé heimilt að breyta einhliða skuldbindingum hans um orkuafhendingu. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár. mbl.is/Sigurður Bogi

Forsvarsmenn álfyrirtækja gagnrýna frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um raforkuöryggi o.fl. í umsögnum til Alþingis. Í frumvarpinu, sem er endurflutt, er m.a. lagt til að bundið verði í lög að almenningur og smærri fyrirtæki sem ekki hafa samið um skerðanlega notkun skuli njóta forgangs ef skammta þarf raforku vegna óviðráðanlegra atvika.

Í umsögn Alcoa Fjarðaáls er bent á að félagið teljist til stórnotenda og myndi því ekki njóta forgangs við skömmtun á raforku við þessar aðstæður. Minnir Alcoa á að í gildi er orkusamningur milli félagsins og Landsvirkjunar sem felur í sér skuldbindingar um orkuafhendingu. Segist Alcoa gera ráð fyrir að staðið verði við þessar skuldbindingar óháð þeim áformum sem koma fram í frumvarpinu. Þurfi Alcoa að sæta skömmtun á raforku til starfseminnar myndi það fyrirsjáanlega hafa í för með sér tjón.

Færð eru rök fyrir því „að skerðing á afhendingu raforku til Alcoa myndi fela í sér verulegt opinbert inngrip í starfsemi félagsins, og þar með þann orkusamning sem í gildi er við Landsvirkjun,“ segir í umsögn Alcoa. „Færa má sterk rök fyrir því að slíkt inngrip færi í bága við þau réttindi sem félaginu eru tryggð í stjórnarskrá, s.s. í eignarréttarákvæði 72. gr. hennar og með atvinnufrelsisákvæði 75. gr.

Kæmu þau stjórnarskrárákvæði einkum til álita ef gengið yrði lengra við beitingu skömmtunarheimildarinnar en heimilt er í fyrirliggjandi orkusamningi,“ segir enn fremur í umsögn fyrirtækisins.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert