Konráð nýr aðstoðarmaður Þórdísar

Konráð S. Guðjónsson hefur verið ráðinn til starfa sem aðstoðarmaður …
Konráð S. Guðjónsson hefur verið ráðinn til starfa sem aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/María

Kon­ráð S. Guðjóns­son hef­ur verið ráðinn til starfa sem aðstoðarmaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjarðar Gylfa­dótt­ur.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Kon­ráð er með B.Sc. gráðu frá Há­skóla Íslands og M.Sv frá Warwick há­skóla í Englandi. 

Hann hef­ur und­an­farið hálft ár starfað sem aðal­hag­fræðing­ur Ari­on banka, en hann starfaði einnig hjá Stefni, dótt­ur­fé­lagi bank­ans og áður í grein­ing­ar­deild bank­ans, seg­ir í til­kynn­ingu frá fjár­mála og efna­hags­ráðuneyt­inu. 

Áður var hann hag­fræðing­ur og aðstoðarfram­kvæmd­ar­stjóri Viðskiptaráðs Íslands til fjög­urra ára og starfaði að auki tíma­bundið sem efna­hags­ráðgjafi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. 

Þá hef­ur hann einnig sinnt kennslu­störf­um, starfað hjá Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands og við þró­un­ar­sam­vinnu í Úganda og Tans­an­íu. 

Kon­ráð er fædd­ur árið 1988 og al­inn upp á Vopnafirði. 

Inga Hrefna Svein­bjarn­ar­dótt­ir er einnig aðstoðarmaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert