Litlar líkur á að jól verði haldin í Grindavík

Grindavíkurbær.
Grindavíkurbær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Litlar líkur eru á að Grindvíkingar fái að halda jól í Grindavík. Talsverðar líkur eru á miklum skemmdum á innviðum í jörðu og gætu viðgerðir tekið nokkra mánuði. Það er enn margt óljóst með framhaldið og eru enn taldar líkur á eldgosi á svæðinu.

Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, sviðsstjóra almannavarna, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum.

„Þó það sé bjartur föstudagur í dag í Grindavík þá er margt óljóst með stöðuna og þróun mála og við finnum það að hugur flestra Grindvíkinga liggur heim en til að það gangi eftir þarf margt að skýrast. Við erum enn þá á hættustigi og með það hættumat í gangi að það geti gosið á þessu svæði. Það þarf að breytast til þess að hægt sé að dvelja til lengri tíma í Grindavík,“ sagði Víðir.

Viðgerðir taki mánuði ekki vikur

Að sögn Víðis eru líkur á talsvert miklum skemmdum á innviðum í jörðu sem munu hafa áhrif á hvernig og hvenær hægt verður að búa í bænum.  

„Það er ljóst að viðgerðir á slíku er talið í mánuðum en ekki í vikum.“

Segir hann litlar líkur á að margir íbúar geti haldið jól í Grindavík, ef einhverjir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka