Lögregla kölluð til vegna menntaskólaballs

Í dagbók lögreglu segir að forráðamenn nemandans hafi komið og …
Í dagbók lögreglu segir að forráðamenn nemandans hafi komið og sótt hann án frekari afskipta lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð til vegna menntaskólaballs.

Hafði nemandi skólans drukkið áfengi og átti í erfiðleikum með að stjórna tilfinningum sínum og var með ógnandi tilburði.

Í dagbók lögreglu segir að forráðamenn nemandans hafi komið og sótt hann án frekari afskipta lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert