Ráðherra rúði íslenska rollu

Ráðherrann birti myndsekið á Instagram af sér rýja sauðkind.
Ráðherrann birti myndsekið á Instagram af sér rýja sauðkind. Samsett mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, heimsótti bæinn Kornsá í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu í gær.

Áslaug greinir frá þessari heimsókn sinni á Instagram en bændurnir á Kornsá, Birgir og Harpa, tóku á móti ráðherranum, sem fékk síðan að rýja íslenska sauðkind.

Ráðherrann birti myndskeið af rúningunni þar sem Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Stöð 2, talar undir.

Svo virðist sem að rollan hafi í upphafi ekki verið alsátt með nýja rakarann sinn en þrátt fyrir það gekk rúningin vel.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert