Sjáðu Dag í lífi Guðna

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, nutu dagsins í …
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, nutu dagsins í opinberri heimsókn í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, og El­iza Reid for­setafrú nutu gærdagsins í op­in­berri heim­sókn til Reykja­vík­ur.

Dagurinn byrjaði í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Arna Dögg Ein­ars­dótt­ir, eig­in­kona hans, tóku á móti for­seta­hjón­un­um, ásamt Skóla­hljóma­sveit Vest­ur- og Miðbæj­ar.

Því næst fóru þau Dagur og Arna með forsetahjónin á hina ýmsu staði borgarinnar, þar sem þau kynntu þeim starfsemi borgarinnar, þróun hennar og breytta sam­fé­lags­gerð. 

Skólahljómsveit Miðbæjar og Vesturbæjar bauð forsetahjónin velkomin í Ráðhús Reykjavíkurborgar.
Skólahljómsveit Miðbæjar og Vesturbæjar bauð forsetahjónin velkomin í Ráðhús Reykjavíkurborgar. mbl.is/Klara Ósk
Forsetahjónunum var boðið á skrifstofu borgarstjóra.
Forsetahjónunum var boðið á skrifstofu borgarstjóra. mbl.is/Klara Ósk
Grindvíkingar voru heimsóttir á starfsstöð sína í Ráðhúsinu þar sem …
Grindvíkingar voru heimsóttir á starfsstöð sína í Ráðhúsinu þar sem Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar sagði nokkur orð. mbl.is/Klara Ósk
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar, og Sara Björg Sigurðardóttir, formaður …
Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar, og Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts, tóku vel á móti forsetahjónunum í Gerðubergi. mbl.is/Klara Ósk
Gengið inn í Gerðuberg.
Gengið inn í Gerðuberg. mbl.is/Klara Ósk
Sara og Óskar sögðu forsetahjónunum frá starfseminni í Gerðubergi.
Sara og Óskar sögðu forsetahjónunum frá starfseminni í Gerðubergi. mbl.is/Klara Ósk
Karlakórinn Kátir karlar, undir stjórn Jóns Kristins Cortes, sungu nokkur …
Karlakórinn Kátir karlar, undir stjórn Jóns Kristins Cortes, sungu nokkur lög í Gerðubergi. mbl.is/Klara Ósk
Íbúar í breiðholti, starfsmenn í Gerðubergi og meðlimir sendiherra í …
Íbúar í breiðholti, starfsmenn í Gerðubergi og meðlimir sendiherra í Breiðholti tóku á móti forsetahjónunum með veitingum í Gerðubergi. mbl.is/Klara Ósk
mbl.is/Klara Ósk
Úr Gerðubergi var gengið yfir í Austurberg þar sem unglingadeildir …
Úr Gerðubergi var gengið yfir í Austurberg þar sem unglingadeildir grunnskóla í Breiðhholti tóku á móti forsetahjónunum. mbl.is/Klara Ósk
Slegið á létta strengi á leið úr Gerðubergi og yfir …
Slegið á létta strengi á leið úr Gerðubergi og yfir í Austurberg. mbl.is/Klara Ósk
Formenn nemendafélaga skólanna ávörpuðu gestina og afhentu Guðna gjöf.
Formenn nemendafélaga skólanna ávörpuðu gestina og afhentu Guðna gjöf. mbl.is/Klara Ósk
Unglingunum fannst við hæfi að gefa Guðna mynd frá PrinsPóló …
Unglingunum fannst við hæfi að gefa Guðna mynd frá PrinsPóló með orðunum: Góður strákur og vel upp alinn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Dagur ávarpaði unglingana og sagði þeim frá áformum um að …
Dagur ávarpaði unglingana og sagði þeim frá áformum um að byrja skóladag þeirra seinna á daginn. Við það uppskar hann mikið lófatak. mbl.is/Kristinn Magnússon
Forsetahjónin heimsóttu Betri borgara í Árbæ, í fimleikahúsi Fylkis, þar …
Forsetahjónin heimsóttu Betri borgara í Árbæ, í fimleikahúsi Fylkis, þar sem þau tóku þátt í æfingum. mbl.is/Klara Ósk
Guðni reif í lóðin.
Guðni reif í lóðin. mbl.is/Klara Ósk
Þorvarður Björgúlfsson hjá Kukl tók á móti forsetahjónum og sagði …
Þorvarður Björgúlfsson hjá Kukl tók á móti forsetahjónum og sagði þeim frá starfsemi Kukl. mbl.is/Klara Ósk
Hundurinn Rjómi lét sig ekki vanta í skoðunarferðina um Kukl. …
Hundurinn Rjómi lét sig ekki vanta í skoðunarferðina um Kukl. Rjómi er betur þekktur sem Rjómi rukkari, þar sem hann er í eigu gjaldkerans. mbl.is/Klara Ósk
Þá tók Baltasar Kormákur á móti hjónunum í RVK studios, …
Þá tók Baltasar Kormákur á móti hjónunum í RVK studios, þar sem teknar eru upp hinar ýmsu kvikmyndir. mbl.is/Klara Ósk
Föruneytinu var síðan boðið upp á kaffi hjá RVK studios.
Föruneytinu var síðan boðið upp á kaffi hjá RVK studios. mbl.is/Klara Ósk
Stóru málin voru rædd yfir rjúkandi heitum kaffibolla.
Stóru málin voru rædd yfir rjúkandi heitum kaffibolla. mbl.is/Klara Ósk
Það var ekki annað hægt en að drífa sig í …
Það var ekki annað hægt en að drífa sig í Skalla og fá sér ís. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert