Skemmdi tvær bifreiðar áður en lögregla stöðvaði hann

Lögregla var við eftirlit og ók fram á mann sem …
Lögregla var við eftirlit og ók fram á mann sem var mjög æstur að berja í bifreiðar og klifra á þeim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla stöðvaði í gær karlmann sem gekk berserksgang og eyðilagði bifreiðar.

Tókst honum að skemma tvær bifreiðar áður en hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Í dagbók lögreglu segir að lögregla hafi verið við eftir eftirlit þegar hún ók fram á manninn þar sem hann var mjög æstur að berja í bifreiðar og klifra á þeim.

Verður maðurinn í fangaklefa þar til hann verður í ástandi þannig að hægt sé að ræða við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert