Sparnaður heimila vex á ný

Á tímum farsóttarinnar jókst nýr sparnaður heimila (mismunur ráðstöfunartekna og …
Á tímum farsóttarinnar jókst nýr sparnaður heimila (mismunur ráðstöfunartekna og einkaneyslu) úr 198 milljörðum árið 2019, í 307 milljarða 2020 og var 279 milljarðar 2021. mbl.is/Sigurður Bogi

Sparnaður heimila landsins virðist vera að aukast á nýjan leik en í fyrra og framan af þessu ári gengu heimilin töluvert hratt á þann mikla sparnað sem safnast hafði upp á meðan covid gekk yfir. Hlutfall sparnaðar af áætluðum ráðstöfunartekjum þeirra er aftur komið nálægt meðaltali sparnaðarins eins og það var fyrir farsóttina.

Þetta má lesa úr umfjöllun í Peningamálum Seðlabankans. Bent er á að mikill „umframsparnaður“ byggðist upp hjá heimilunum á farsóttartímanum sem stuðlað hefur að kröftugum vexti einkaneyslunnar á undanförnum misserum.

Á tímum farsóttarinnar jókst nýr sparnaður heimila (mismunur ráðstöfunartekna og einkaneyslu) úr 198 milljörðum árið 2019, í 307 milljarða 2020 og var 279 milljarðar 2021. „Þrátt fyrir kröftugan vöxt einkaneyslu á árinu 2022, m.a. í ljósi uppsafnaðrar eftirspurnar frá farsóttartímanum, spöruðu heimilin samt sem áður um 211 [milljarða kr.] á því ári og 98 [milljarða kr.] til viðbótar á fyrri helmingi þessa árs,“ segir í Peningamálum. Innlán heimilanna hafa aukist um samtals 463 milljarða frá árslokum 2019 eða um 1,2 milljónir á hvern íbúa að meðaltali.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert