Stærsti skjálfti hrinunnar og fannst í Hveragerði

Gufustrókur úr Hellisheiðarvirkjun. Af fjöllum má hér greina Reykjafell, Hengilinn …
Gufustrókur úr Hellisheiðarvirkjun. Af fjöllum má hér greina Reykjafell, Hengilinn og Þingvallafjöllin fjær. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðskjálfti, 3,4 að stærð, varð skammt norðaustur af Hellisheiðarvirkjun rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Skjálftans varð vart í Hveragerði.

Hrina jarðskjálfta hófst þar fyrr í dag, eins og mbl.is greindi frá, en skjálftinn er sá stærsti í þeirri hrinu til þessa.

Fleiri smærri skjálftar hafa fylgt og hrinan heldur enn áfram, miðað við nýjustu mælingar Veðurstofu.

Fjallað var ítarlega fyrr í mánuðinum um breytingar á jarðhita á háhitasvæðinu í Hveradölum við Hellisheiði. Greinilegt þykir að háhitasvæðið sé að stækka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka