Tveimur sleppt úr haldi í hnífsstungumáli

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveim­ur mönn­um af þeim fjór­um sem voru hand­tekn­ir í vegna hnífa­árás­ar í Grafar­holti í nótt hef­ur verið sleppt úr haldi lög­reglu. Litl­ar lík­ur eru á því að krafa um áfram­hald­andi varðhald verði lögð fram. Því er senni­legt að menn­irn­ir verði all­ir látn­ir laus­ir.

Þetta seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

„Það voru fjór­ir hand­tekn­ir í morg­un en það hef­ur alla veg­anna tveim­ur verið sleppt,“ seg­ir Grím­ur.

Býst ekki við varðhalds­úrsk­urði í kvöld

Lög­regla hef­ur heim­ild til þess að hafa menn­ina í hand­járn­um í 24 klukku­stund­ir áður en leggja þarf fram kröfu fyr­ir dóm­ara um áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald. Grím­ur seg­ist ekki eiga von á því að farið verði fram á áfram­hald­andi varðhald í kvöld.

Því sé lík­legt að mönn­un­um verði sleppt.

„Ég á von á því að þeim [sem enn eru í varðhaldi] verði sleppt en það ligg­ur bara ekki fyr­ir nein ákvörðun um það,“ seg­ir hann.

Gæti tengst skotárás í Úlfarsár­dal og stungu­árás á Litla-Hrauni

Lög­regla rann­sak­ar nú hvort – og þá hvernig – árás­in teng­ist hnífstungu­árás í fang­els­inu á Litla-Hrauni í gær og skotárás­inni í Úlfarsár­dal í síðasta mánuði, en tveir eru nú í gæslu­v­arðhaldi í tengsl­um við skotárás­ina.

Grím­ur seg­ir að mál­in snú­ist um „erj­ur á milli ein­stak­linga sem til­heyra ein­hverj­um hóp­um“. en bend­ir á að al­menn­ingi stafi ekki hætta á þess­um erj­um.

„Við telj­um að það sé lág­marks­hætta fyr­ir al­menn­ing, en við höf­um samt bent á það að erj­urn­ar hafa leitt til þess að sak­laust fólk hafi orðið fyr­ir barðinu á því,“ seg­ir hann og á þar við um skot sem hafnaði í rúðu einn­ar fjöl­skyldu þegar skotárás varð í Úlfarsár­dal.

Grím­ur á aft­ur á móti ekki von á því að of­beldið komi til með að bein­ast að al­menn­um borg­ur­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert